Menu
Chia búðingur með hindberjajógúrt

Chia búðingur með hindberjajógúrt

Frábær og næringarríkur morgunmatur.

Uppskrift er fyrir tvo.

Innihald

1 skammtar

Chia búðingur:

Kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
Kókosvatnið úr dósinni
Rjómi frá Gott í matinn
Chiafræ
Vanillufræ á hnífsoddi (má sleppa)

Hindberjajógúrt:

Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Frosin hindber (má skipta út fyrir önnur ber)

Chia búðingur:

  • Þegar dósin með kókosmjólkinni er látin standa skiptir mjólkin sér í tvennt. Notið allan þykka hlutann en aðeins 1 dl af kókosvatninu (þynnri hlutinn).
  • Blandið saman í skál öllu nema chiafræjum. Þegar allt er vel blandað eru chiafræin sett saman við, hrært vel í.
  • Geymið í kæli í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.

Hindberjajógúrt:

  • Setjið í skál og blandið vel saman með töfrasprota.
  • Setjið chiafræ í glas eða krukku og setjið svo jógúrtið með.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir