Menu
Chia grautur með jarðarberjum

Chia grautur með jarðarberjum

Ég rakst á svipaða hugmynd á netinu um daginn og eftir að ég prófaði að gera súkkulaði chiabúðing varð ég að prófa að gera jarðarberja líka. Það er hægt að leika sér með bragðtegundir og þessi var virkilega fersk og góð! Þið getið einnig prófað að setja aðra ávexti en þessi grautur var ekki lengi að hverfa á mínu heimili.

Innihald

4 skammtar
jarðarber
banani
haframjöl
kókosmjöl
léttmjólk frá MS
chiafræ

Tillaga að toppi

jarðarber, grísk jógúrt og dökkt súkulaði

Aðferð

  • Setjið allt nema chiafræ í blandarann og blandið vel saman.
  • Hellið í skál, hrærið chiafræjunum saman og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkustundir (eða yfir nótt).
  • Setjið grautinn síðan í skálar og toppið með því sem hugurinn girnist. Hér notaði ég gríska jógúrt, jarðarber og smá saxað dökkt súkkulaði.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir