Menu
Coca Cola rjómaostakaka

Coca Cola rjómaostakaka

Coca Cola - rjómaosta - marmarasúkkulaðikaka með pekanhnetum og hvítu súkkulaði!

Ótrúlega mjúk og bragðmikil kaka, góður eftirréttur og Cokeið kemur skemmtilega inn með rjómaostinum. Rjómaosturinn er bræddur með smjöri og er fullkominn til að kalla fram marmaraáhrifin. Verulega þess virði að prófa og njóta til fullnustu.

Innihald

1 skammtar

Þurrefni:

bollar hveiti (250 g)
natron
bolli kakó (30 g)
bolli sykur (150 g)

Blaut efni:

egg
bolli repju- eða sólblómaolía (1 dl)
vanilludropar
bolli Coca Cola (2,5 dl)

Í botninn:

Kókosflögur
Pekanhnetur, saxaðar
Hvítt súkkulaði, dropar eða saxað

Rjómaostakrem:

smjör, brætt
rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur, sætumagn eftir smekk (250-350 g)

Skref1

  • Hitið ofn í 200 gráður.

Skref2

  • Hrærið þurrefnin vel saman með gaffli í kekkjalausa þurrefnablöndu.

Skref3

  • Hrærið saman blautu efnin, þeytið, þar til vökvinn hættir að skilja sig og freyðir aðeins.
  • Hellið saman við þurrefnin og blandið vel en varlega. Ekki hræra lengi en náið úr öllum kekkjum.

Skref4

  • Það smekksatriði hversu mikið skal nota af hráefnunum í botninn.
  • Notið fallegt form eða ofnfast mót. Smyrjið það að innan með smjöri. S
  • tráið kókos í botninn, ásamt pekanhnetum og súkkulaði.
  • Hellið deiginu yfir.

Skref5

  • Bræðið saman smjör og rjómaost.
  • Setjið sykurinn saman við og blandið vel. Hrærið allt saman í kekkjalausa blöndu.
  • Hellið í mjórri bunu yfir súkkulaðideigið í forminu, frá hægri til vinstri, yfir allan flötinn.
  • Takið gaffal, stingið honum létt í deigið og hreyfið hann til og frá, með léttum hreyfingum. Allt til að rjómaostakremið myndi fallegt marmaramynstur í súkkulaðibotninn.

Skref6

  • Stingið í heitan ofninn og bakið í um 25-35 mínútur.
  • Alls ekki baka kökuna of lengi, hún á að vera frekar blaut. Fylgist vel með henni og stingið í hana.
  • Berið fram volga eða kalda og með þeyttum rjóma.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir