Menu
Crème brûlée í hátíðarbúningi

Crème brûlée í hátíðarbúningi

Crème brûlée í hátíðarbúningi fyrir 8.

Það er tilvalið að búa eftirréttinn til daginn áður en brenna sykurinn um hálftíma áður en hann er borinn fram. Gott er að bera fram gljáða ávexti með, t.d. epli, rabarbara eða mangó. Þá eru ávextirnir skornir í bita og léttsteiktir úr sykri og smjöri.

Innihald

1 skammtar
egg
eggjarauður
fljótandi hunang
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
vanillustangir, skornar í sundur eftir endilöngu
fínrifinn appelsínubörkur (eingöngu)
rjómaostur frá Gott í matinn
ljós púðursykur

Skref1

  • Hitið ofninn í 140°C.
  • Þeytið saman egg, eggjarauður og hunang þar til blandan verður ljós og þykk.
  • Setjið matreiðslurjóma, rjóma, vanillustangir og appelsínubörk í pott og hitið að suðu.
  • Takið af hitanum og látið standa í lokuðum pottinum í 20 mínútur.

Skref2

  • Takið þá vanillustangirnar upp, skafið fræin innan úr þeim og setjið þau aftur í pottinn.
  • Hellið heitum rjómanum út í eggjahræruna, bætið rjómaostinum við og þeytið með písk þar til osturinn hefur samlagast.

Skref3

  • Skiptið sósunni í átta eldföst mót og setjið þau í nokkuð djúpt, stórt mót eða ofnskúffu.
  • Hellið heitu vatni í skúffuna þannig að það nái að minnsta kosti upp að miðju á litlu mótunum.

Skref4

  • Bakið í 50 mínútur eða þar til búðingurinn er orðinn stífur. Það er hægt að sjá með því að hrista eitt mótið aðeins til.
  • Kælið búðinginn alveg í ísskáp, a.m.k. í nokkrar klukkustundir.

Skref5

  • Takið mótin úr kæli í um 30 mínútum áður en rétturinn er borinn fram.
  • Stráið púðursykrinum jafnt yfir búðingana og brennið hann með litlum brennara. Einnig er hægt að bræða eða brenna sykurinn undir grillinu í bakarofni, þá þarf að kveikja á grillinu með góðum fyrirvara og setja mótin ofarlega í ofninn. Fylgist vel með og takið þau út um leið og sykurinn byrjar að brúnast.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir