Menu
Crème brûlée skyrkaka í glasi

Crème brûlée skyrkaka í glasi

Fljótlegur og hollari eftirrétur. Þessi uppskrift dugar fyrir 6.

Innihald

1 skammtar
ljósar Oreo kexkökur, eða 150 g af öðru ljósu kremkexi
smjör, brætt
Ísey skyr Crème brûlée
rjómi frá Gott í matinn
dulce de leche karamellusósa eða önnur karamellusósa

Skref1

  • Myljið kexið t.d. í matvinnsluvél.
  • Hellið smjörinu saman við og hrærið.
  • Setjið í sex glös eða á einn stóran disk með köntum.
  • Setjið smá til hliðar til þess að setja ofan á. Þrýstið niður og kælið þar til harðnar.

Skref2

  • Létt þeytið rjómann og hrærið skyrið saman við ásamt 2 msk. af karamellusósu. Setjið ofan á botnana.
  • Toppið með karamellusósu og restinni af kexmylsnunni.
  • Kælið eða berið strax fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir