Skref1
- Byrjið á að mylja Bastogne-kexið með Prins Pólo kexinu mjög smátt annað hvort í matvinnsluvél eða með því að setja það í poka og svo kremja það með t.d. kökukefli.
- Setjið mylsnuna í skál.
Skref2
- Bræðið smjörið og blandið olíuna saman við smjörið.
- Hellið smjörið út í kexmylsnuna og blandið saman.
- Setjið mylsnuna í fallegt form og þrýstið mylsnunni yfir botninn og jafnvel aðeins upp með hliðunum.
- Látið botninn kólna í kæli.
Skref3
- Þeytið rjómann létt og blandið skyrinu saman við. Smakkið til með vanillusykri.
- Hellið skyr-rjómanum yfir botninn og setjið hann aftur inn í ísskáp.
- Gott er að geyma kökuna í kælinum í nokkra klukkutíma.
Skref4
- Rétt áður en kakan er borin fram er hún skreytt með ferskum ávöxtum t.d. jarðarberjum og bláberjum.
- Það er auðvitað hægt að skreyta með nánast hverju sem er og að sjálfsögðu það sem hver og einn elskar mest!
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal