Menu
Croissant brauðbúðingur með vanillu og súkkulaði

Croissant brauðbúðingur með vanillu og súkkulaði

Þessi uppskrift dugar fyrir þrjá til fjóra sem eftirréttur.

Innihald

1 skammtar
croissant (betra ef þau eru dagsgömul eða aðeins farin að þorna)
dökkir súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
egg
rjómi frá Gott í matinn
vanilluextract
hrásykur

Meðlæti:

Fersk jarðarber

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður.

Skref2

  • Smyrjið lítið eldfast mót.
  • Rífið niður croissant og setjið í mótið, stráið súkkulaðinu yfir.
  • Pískið saman eggjum, rjóma, vanillu og helmingum af sykrinum.
  • Hellið yfir croissantið og súkkulaðið og látið standa í 5-10 mínútur.
  • Stráið 1 msk. af hrásykri yfir

Skref3

  • Bakið í 30 mínútur eða þar til eldað í gegn og gullinbrúnt og stökkt að ofan.
  • Berið fram volgt með ferskum jarðarberjum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir