Hér er á ferðinni Djöflakaka sem fær bragðlaukana til að kitla. Það kemur fyrir að það sæki á mann hungurtilfinning í góða súkkulaðiköku. Það er einmitt þá sem maður vill grípa í skothelda uppskrift sem svíkur engan. Þessi djöflakaka bráðnar í munninum og skilur eftir mjög gott súkkulaðibragð. Það er hægt að leika sér með útfærsluna á kökunni. Bæði er hægt að gera hana hversdagslega með því að setja hana í skúffukökumót eða baka tvo til þrjá botna og skreyta. Kakan hentar mjög vel fyrir saumaklúbbinn.