Menu
Djöflakaka með Dumle súkkulaðihjúp

Djöflakaka með Dumle súkkulaðihjúp

Hér er á ferðinni Djöflakaka sem fær bragðlaukana til að kitla. Það kemur fyrir að það sæki á mann hungurtilfinning í góða súkkulaðiköku. Það er einmitt þá sem maður vill grípa í skothelda uppskrift sem svíkur engan. Þessi djöflakaka bráðnar í munninum og skilur eftir mjög gott súkkulaðibragð. Það er hægt að leika sér með útfærsluna á kökunni. Bæði er hægt að gera hana hversdagslega með því að setja hana í skúffukökumót eða baka tvo til þrjá botna og skreyta. Kakan hentar mjög vel fyrir saumaklúbbinn.

Innihald

1 skammtar

Súkkulaðibotn:

soðið vatn
mjólk
kakó
smjör
sykur
vanilludropar
hveiti
matarsódi
salt
egg

Smjörkrem:

smjör
flórsykur
brætt súkkulaði
síróp
vanilludropar
egg

Dumle súkkulaðihjúpur:

rjómasúkkulaði
Dumle karamellur
rjómi frá Gott í matinn, 5-6 msk.

Skref1

  • Ofninn er hitaður upp að 160°C hita.

Skref2

  • Vatnið og mjólkin er hitað að suðu og kakóinu blandað saman við. Hrært vel saman og leyft að kólna.

Skref3

  • Smjör og sykur er þeytt vel saman. Eggjunum bætt út í einu og einu. Vanilludropunum er síðan blandað saman við.

Skref4

  • Hveiti, matarsódi og salt er sett í skál og blandað saman við sykurblönduna.

Skref5

  • Kakóblöndunni er að lokum hrært út í.

Skref6

  • Deigið er sett í þrjú smurð bökunarform um 22-24 cm.

Skref7

  • Bakað við 160°C blástur í 30 mínútur eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn.

Skref8

  • Meðan kakan kólnar er smjörkremið gert klárt. Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir