Menu
Djúpsteiktir ostar - Gullostur og Stóri Dímon

Djúpsteiktir ostar - Gullostur og Stóri Dímon

Þessi réttur er ákaflega einfaldur. Fá hráefni - blandað saman á einfaldan hátt, djúpsteikt (syndin ljúfa) og svo bara að njóta!

Þessi ostaveisla dugar fyrir 4-6.

Innihald

1 skammtar
Gullostur
Stóri Dímon
Egg
Hveiti
Brauðmylsna
Salt og pipar

Meðlæti:

Brauðsneiðar (4-6 sneiðar)
Hvítlauksolía
Avókadó
Blandað salat
Sinnep (3-4 tsk.)
Sulta (3-4 tsk.)

Gullostur

  • Skerið Gullostinn í bita.
  • Hjúpið fyrst með bragðbættu hveiti (salti og pipar).
  • Veltið svo upp úr eggi, svo mylsnu og svo aftur upp úr eggi og mylsnu til að fá þéttan hjúp.
  • Djúpsteikið nokkra í einu - hafið þá aðskilda þannig að þeir límist ekki saman.
  • Ef notaður er djúpsteikingarpottur er gott að steikja bitana við 170 gráður.
  • Steikið bitana þangað til að þeir eru fallega gullinbrúnir.
  • Gullostinn er gott að bera fram á djúpsteiktu brauði með bláberja- og púrtvínssultu.
Gullostur

Stóri Dímon

  • Það sama er gert við Stóra Dímon nema hvað hann er skorinn niður í stangir.
  • Hjúpaður á sama hátt og Gullosturinn og steiktur þar til hann verður gullinbrúnn.
  • Tyllið smá sinnepi á ostinn og berið fram með avókadósneiðum og salati.
Stóri Dímon

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson