Menu
Drauga- og múmíu brownies

Drauga- og múmíu brownies

Drauga- og múmíu brownies, fullkomnar fyrir Halloween gleðina!

Einföld uppskrift passar í eins og 20sm x 30sm bökunarmót en tvöföld ætti að vera góð í heila skúffu.

Innihald

1 skammtar
smjör við stofuhita
bolli sykur
brætt suðusúkkulaði
vanilludropar
salt
bökunarkakó
lakkrískurl (lakkrísinn er síðan notaður til að búa til augun)
egg
volgt vatn
bolli hveiti
hvítt súkkulaði
sykurpúðar og lakkrís til skrauts

Skref1

  • Smjör og sykur er þeytt saman í hrærivél þar til það er orðið létt og ljóst.
  • Þá fara eggin og vanilludroparnir út í, hrært vel og skafað meðfram köntunum.
  • Næst fer brætt suðusúkkulaðið út í og í framhaldi restin af hráefnunum og hrært varlega.

Skref2

  • Bökunarpappír er settur í form og kakan inn í ofn í 175 gráðu heitan ofninn í 40 mínútur eða þangað til það er hægt að stinga í kökuna. Það má koma örlitil kaka með á gaffalinn en ekki deig.
  • Kakan er kæld í minnst klukkustund áður en farið er að skera og skreyta hana.

Skref3

  • Hvíta súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Fínt að hafa súkkulaðið ekki alveg sjóðandi heitt þegar það er byrjað að skreyta.

Skref4

  • Fyrir múmíukökurnar er hægt að setja súkkulaðið í poka eða nota skeið, það virkar bæði.
  • Fyrir draugakökurnar er sykurpúðinn settur ofan á og súkkulaðinu hellt yfir með skeið.
  • Til að augun tolli á er fínt að bíða þar til súkkulaðið er aðeins byrjað að stífna og setja þá lakkrísinn inn.
Skref 4

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir