Botn
- Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
- Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Grófsaxið súkkulaðið og hrærið því saman við deigið með sleif.
- Hellið deiginu í formið og bakið í rúmlega 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
- Kælið kökuna áður en þið setjið glassúrinn ofan á.
Súkkulaðiglassúr
- Hrærið flórsykur og kakó saman í skál.
- Bræðið smjör og hellið saman við.
- Bætið því næst kaffi út í og hrærið vel.
- Bætið heitu vanti saman við þar til allt hefur náð að blandast vel saman og kremið orðið mjúkt og slétt.
- Bætið aðeins litlu magni af vatni saman við í einu og hrærið vel á milli.
- Setjið kremið á kökuna og skreytið með sykurpúðum og skrautsykri.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir