Botn
- Hitið ofninn í 160 gráðu hita og setjið smjörpappír inn í tvö hringlaga kökuform (20 cm að stærð).
-
- Setjið smjör og vatn í pott og bræðið smjörið yfir lágum hita. Setjið kakóið saman við og hrærið. Setjið hveiti, matarsóda og sykur í skál og hrærið saman. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið vel með písk þannig að allt blandist vel saman of deigið farið ekki í kekki. Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið á milli ásamt súrmjólk og vanilludropum. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
-
- Skiptið deiginu milli tveggja formanna og bakið í rúmar 45 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið botnana alveg áður en þið setjið kremið á þá.
Rjómaostakrem
- Hrærið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður ljós og létt. Gott er að skafa innan úr skálinni og hræra svo betur saman. Sigtið flórsykur og kakó saman í skál og blandið smátt og smátt saman við rjómaostablönduna. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er slétt og fínt.
-
- Skerið hvorn botn í tvennt með stórum hníf sem sker vel. Setjið botn á kökudisk, setjið krem ofan á, setjið næsta botn ofan á og krem þar á milli þar til allir botnarnir eru komnir ofan á hvern annan. Setjið krem ofan á toppinn. Gott er að setja kökuna inn í ísskáp í 30 mínútur til þess að leyfa kreminu að þykkna því það rennur aðeins til fyrst.
Smjörkrem - draugar
- Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt. Bætið flórsykri saman við smátt og smátt í einu og hrærið vel á milli. Gott er að skafa hliðar skálarinnar vel á milli. Bætið vanilludropum saman við og hrærið. Til þess að fá kremið sem ljósast þarf að hræra vel, rúmar 5-8 mínútur.
-
- Setjið kremið í sprautupoka með stórum hringlaga sprautustút eða klippið endann af pokanum. Sprautið í lita hringi og myndið drauga. Þekja skal toppinn á kökunni með draugum og skreytið að vild. Setjið augu hér og þar á kökuna sem og á draugana. Einnig er hægt að búa til sín eigin augu á kökuna með því að sprauta litlar doppur af smjörkreminu og nota annað kökuskraut sem augasteina eða restina af rjómaostakreminu.
-
- Það frábæra við þessa kökur er að hún þarf ekki að vera fullkomin, enda Halloween kaka.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir