Menu
Dúnmjúk kókosterta með englakremi

Dúnmjúk kókosterta með englakremi

Þessi terta er mjög safarík og góð en Því stýrir sýrði rjóminn  Hún er vetrarleg að sjá, enda hvít eins og nýfallinn jólasnjór.

Innihald

1 skammtar
mjúkt smjör
sykur
egg
vanilludropar
hveiti
lyftiduft
sjávarsalt á hnífsoddi
kókosmjöl
sýrður rjómi frá Gott í matinn við stofuhita

Englakrem

sykur
eggjahvítur
vatn

Skraut

grófar kókosflögur, eftir smekk

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°.
  • Hrærið saman í hrærivél smjöri og sykri.
  • Bætið eggjum saman við, eitt í einu og hrærið vel á milli.
  • Setjið vanillu saman við. Hrærið.

Skref2

  • Setjið þurrefnin út í með sleikju.
  • Hrærið varlega saman en ekki of lengi.
  • Bætið loks sýrða rjómanum saman við.

Skref3

  • Setjið í 3 hringform, klædd bökunarpappír, sem eru 20 cm í þvermál.
  • Eða eitt dýpra form með sama þvermál. Þá þarf að skipta kökubotninum í þrennt eða tvennt þegar hann hefur kólnað.
  • Bakið í 10-15 mínútur fyrir 3 hringform en 20-25 mínútur ef notað er eitt form.
  • Best er þó að stinga prjóni/tannstöngli í kökuna til þess að sjá hvenær hún er tilbúin.

Skref4

  • Setjið sykur, eggjahvítur og vatn í glerskál sem þolir hita.
  • Setjið skálina yfir pott með vatni. Kveikið undir og hrærið stöðugt í kreminu á meðan vatnið sýður undir á lágum hita.
  • Þegar sykurblandan hefur náð 60° hita er hún sett í hreina hrærivélaskál.
  • Hrærið þar til þið fáið þykkt og glansandi krem.

Skref5

  • Smyrjið botnana með smá kremi og leggið saman.
  • Þekið síðan kökuna með kremi og sáldrið kókosflögum á topp og hliðar.
  • Berið fram með léttþeyttum rjóma og jafnvel hindberjum

Höfundur: Erna Sverrisdóttir