Menu
Dúnmjúk skinkuhorn með skinkumyrju

Dúnmjúk skinkuhorn með skinkumyrju

Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju sem kann ekki að meta nýbökuð og dúnmjúk skinkuhorn og efast stórlega um að það eigi eftir að gerast. Skinkumyrjan er algjörlega ómissandi í fyllinguna og best finnst mér að leyfa hornunum að hvíla í 10 mínútur áður en ég gæði mér á þeim.

Innihald

1 skammtar
nýmjólk
smjör
sykur
þurrger (12 g)
brauðhveiti
sjávarsalt
skinkumyrja (300 g)
rifinn Óðalsostur
egg
rjómi frá Gott í matinn
sesamfræ

Skref1

  • Bræðið smjörið í potti.
  • Hellið mjólkinni út í ásamt sykrinum og látið hitna rólega þar til blandan er fingurvolg.
  • Færið yfir í hrærivélarskál og blandið gerinu saman við.
  • Látið standa í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til gerið byrjar aðeins að freyða.

Skref2

  • Bætið hveitinu og saltinu saman við og hnoðið saman þar til deigið er orðin falleg kúla.
  • Setjið viskastykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér 1 klst. eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

Skref3

  • Setjið deigið á hveitistráð borð og mótið aðeins.
  • Skiptið því upp í fimm jafn stórar kúlur.
  • Fletjið hverja kúlu út í hring sem er u.þ.b. 5 mm á þykkt og skerið hvern hring í átta jafnstóra geira.
  • Setjið um 1 tsk. af skinkumyrju á hvern geira ásamt jafn miklu af rifnum Óðalsosti.
  • Rúllið þá upp, byrjið á stærri endanum og endið með að setja mjóa endann undir hornið.

Skref4

  • Leggið skinkuhornin á ofnplötu, breiðið viskastykki yfir og látið lyfta sér í 30 mínútur.
  • Hitið þá ofninn í 200 gráður – yfir- og undirhita (ekki blástur).
  • Pískið saman egginu og rjómanum, penslið yfir hornin og bakið í 15 mínútur eða þar til ljósgullinbrún.

Höfundur: Sunna