Menu
Dúnmjúkir kanilsnúðar með ekta súkkulaði

Dúnmjúkir kanilsnúðar með ekta súkkulaði

Dásamlega mjúkir snúðar sem slá alltaf í gegn og toppurinn er að bera snúðana fram með ísköldu mjólkurglasi. 

Innihald

1 skammtar

Deig:

volg mjólk
þurrger
egg við stofuhita
brætt smjör, aðeins kælt
sykur
salt
hveiti (9-10 dl)

Fylling:

púðursykur
kanill
mjúkt smjör
salt

Krem:

suðusúkkulaði
smjör
síróp
vanilludropar
uppáhelt kaffi
salt
flórsykur
heitt vatn (2-3 msk.)

Skref1

  • Hitið mjólkina þannig að hún verði vel volg, um 40 gráður.
  • Hellið í skál, pískið sykurinn saman við þar til hann leysist upp og stráið svo þurrgerinu yfir.
  • Leyfið þessu að standa í 10 mínútur.
  • Bætið þá bræddu smjörinu og eggjunum saman við og pískið saman.
  • Bætið hveitinu, ásamt saltinu, smám saman út í blönduna (ég nota til þess deigkrókinn á hrærivélinni, líka hægt að nota sleif).
  • Hrærið vel saman þar til deigið er komið vel saman en ennþá dálítið blautt.
  • Hnoðið svo saman þar til þið eruð komin með mjúkt og gott deig og bætið við hveiti eins og ykkur finnst þurfa.
  • Setjið deigið í smurða skál, setjið plastfilmu yfir og látið lyfta sér á hlýjum stað í 1 ½ klukkustund.

Skref2

  • Hitið ofn í 200 gráður.
  • Takið deigið og fletjið það út í stóran ferhyrning.
  • Hrærið öllu saman í fyllinguna og dreifið jafnt yfir deigið.
  • Rúllið deiginu svo upp og skerið í um 2 cm þykkar sneiðar.
  • Raðið á pappírsklædda bökunarplötu, breiðið hreint viskastykki yfir og látið snúðana lyfta sér í 30 mínútur.
  • Bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru fallega gylltir.
  • Gerið kremið á meðan.

Skref3

  • Bræðið saman í litlum potti yfir vægum hita: súkkulaði, smjöri, síróp.
  • Takið af hitanum og pískið restinni saman við, gætið þess að setja vatnið smám saman út í. Bætið við vatni eða flórsykri eftir því hvort kremið er of þykkt eða þunnt.
  • Takið snúðana úr ofninum og setjið súkkulaðiglassúrinn á þá á meðan þeir eru enn volgir.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir