Menu
Eftirréttapizza með Dalaostum og ferskum bláberjum

Eftirréttapizza með Dalaostum og ferskum bláberjum

Þessi er ótrúlega ljúffeng. Og sigrar eiginlega alltaf.

Ef maður er alveg að brenna út á tíma - er auðvitað hægt að kaupa tilbúið deig út í búð. En það er líka auðvelt að gera sitt eigið pizzadeig.

Innihald

4 skammtar

Pizzadeig:

hveiti
volgt vatn
jómfrúarolía
ger
sykur
salt

Álegg:

hvítlauksolía (3-4 msk.)
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
þunnar sneiðar af Gullosti
þunnar sneiðar af Höfðingja
rifinn piparostur frá Gott í matinn

Pizzadeig

  • Setjið hveitið í skál, svo saltið og á eftir því olíuna.
  • Vekið gerið í volgu vatni ásamt sykrinum.
  • Þegar gerið er búið að freyða í um 15 mínútur er hægt að byrja að hella því varlega saman við.
  • Hnoðið vandlega í fimm til tíu mínútur.
  • Setjið svo viskastykki yfir og setjið til hliðar til að hefast í um klukkustund.

Samsetning

  • Penslið bökuna með hvítlauksolíu.
  • Svo er flatbökunni drekkt í ljúffengum ostum.
  • Bakið í eins heitum ofni og mögulegt er á flatbökusteini. Það tryggir af botninn verði stökkur og ljúffengur.
  • Þegar bakan kemur úr ofninum er hún skreytt með bláberjum eftir smekk.
  • Það er líka gott að prófa að nota sultu - rifsberjasultu eða jafnvel chilisultu

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson