Menu
Eftirréttur með skyri og kirsuberjum

Eftirréttur með skyri og kirsuberjum

Það er frábært að geta gert rétt stuttu fyrir veisluna eða matarboðið og slegið samt í gegn. Þessi er einmitt einn af þeim. Tekur enga stund og skemmtilegur á borði. 

Innihald

1 skammtar
Hraunbitar
Ísey skyr dökkt súkkulaði og vanilla
Ísey skyr vanilla
rjómi frá Gott í matinn
Kirsuberjasósa - tilbúin í krukku/fernu

Lakkríssósa:

poki bingókúlur
rjómasúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Allt innihaldsefnið í lakkríssósuna er sett saman í pott og hitað þar til allt hefur samlagast.

Skref2

  • Rjóminn er þeyttur og skyri blandað saman við.

Skref4

  • Hraunbitarnir eru muldir og settir í botninn á glasi/móti/skál.
  • Skyrblandan er sett yfir mulninginn.
  • Hraunbitamulningur þar yfir ásamt lakkríssósu.
  • Skyrblandan er því næst sett yfir.
  • Kirsuberjasósunni er þá hellt yfir þar til búið er að þekja glasið/mótið/skálina.
  • Hraunbitamulningur er notaður til að skreyta.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir