Menu
Eggaldin lasagna

Eggaldin lasagna

Berið fram með stökku salati eða stökkum beikonsneiðum.

Innihald

1 skammtar
Eggaldin, skorið í þunnar sneiðar
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Parmesanostur, fínrifinn
Egg
Rjómi frá Gott í matinn
Handfylli basilíka, gróft söxuð
Svartur pipar
Smjör

Skref1

  • Stillið ofninn á 200°.
  • Steikið eggaldinsneiðarnar í skömmtum upp úr smjöri. Leggið til hliðar.

Skref2

  • Hrærið saman eggjum, grískri jógúrt, rjóma, 2 ½ dl af osti og basilíku.
  • Piprið.

Skref3

  • Raðið ⅓ af eggaldinsneiðunum í eldfast mót og hellið ⅓ af eggjahrærunni yfir.
  • Endurtakið tvisvar.

Skref4

  • Sáldrið afganginum af ostinum yfir og bakið í 20-30 mínútur eða þar til eggin hafa stífnað.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir