Skref1
- Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
Skref2
- Raðið beikoninu á plötu klædda bökunarpappír og bakið í um það bil 10 mínútur eða þar til beikonið er byrjað að bakast vel en ekki orðið alveg stökkt.
Skref3
- Smyrjið bollakökuformin að inna með dálitlu smjöri.
- Raðið tveimur beikonsneiðum innan í bollakökuform, brjótið egg í miðjuna og toppið með 1 tsk. sýrðum rjóma, salti og pipar og rifnum osti.
- Setjið í ofninn og bakið í 9-10 mínútur, þá ætti eggjarauðan ennþá að vera dálítið mjúk.
- Bakið í um 12 mínútur ef þið viljið eggið eldað í gegn.
- Takið úr ofninum og stráið vel af vorlauki yfir hverja múffu.
- Berið fram strax.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir