Menu
Eggjakaka í ofni með beikoni, vorlauk og fersku salati

Eggjakaka í ofni með beikoni, vorlauk og fersku salati

Léttur og þægilegur kvöldverður í miðri viku og fullkominn réttur fyrir helgarbrönsinn.

Innihald

1 skammtar
Smjör
Vorlaukar, saxaðir
Beikon, skorið í litla bita
Egg
Sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
Rjómi frá Gott í matinn
Óðals Ísbúi, rifinn
Sjávarsalt og svartur pipar
Klettasalat
Ólífuolía
Sítrónusafi
Nokkrar ferskar eða þurrkaðar fíkjur, skornar í bita
Rifinn parmesanostur

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°C.

Skref2

  • Bræðið smjörið á pönnu og steikið vorlauk og beikon.
  • Dreifið því svo í eldfast mót.

Skref3

  • Pískið saman egg, sýrðan rjóma, rjóma og ost.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Hellið yfir beikonið og vorlaukinn.
  • Setjið í ofn og bakið í 20-25 mínútur.

Skref4

  • Dreypið smá ólífuolíu og sítrónusafa yfir klettasalatið.
  • Dreifið því yfir bakaða eggjakökuna og sáldrið parmesanosti og fíkjum yfir eftir smekk.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir