Skref1
- Hitið ofn í 160 gráður.
- Finnið form eða lága skál sem má fara í ofn.
- Smyrjið að innan með smjöri.
- Smyrjið brauðsneiðina báðum megin.
- Þrýstið brauðinu lauslega ofan í skálina.
- Stingið í heitan ofn í 10 mínútur svo brauðið verði svolítið stökkt.
Skref2
- Takið soðið grænmeti og leggið í brauðskálina.
- Þá má strá ostabitunum yfir.
Skref3
- Hrærið saman egg, mjólk og rjóma.
- Saltið og piprið.
- Hrærið vel saman þar til létt og freyðandi.
- Setjið rifinn ost saman við sem og allan þann ost sem þið viljið.
- Hellið í brauðskálina.
Skref4
- Stingið í heitan ofninn og bakið í um 20 mínútur.
- Að sjálfsögðu fer eldunartíminn eftir stærð eggjakökunnar.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir