Menu
Eggjakaka með kúrbít og Ostakubbi - Ketó

Eggjakaka með kúrbít og Ostakubbi - Ketó

Einstaklega góð og djúsí uppskrift sem sómir sér vel í brunch boðinu eða sem einfaldur kvöldmatur.

Innihald

1 skammtar
egg
rjómi frá Gott í matinn
lítill kúrbítur rifinn í strimla eða skorinn smátt
smjör
Ostakubbur frá Gott í matinn
nokkrir kirsuberjatómatar
aalt og pipar

Skref1

  • Pískið saman eggjum og rjóma og kryddið með salti og pipar.
  • Bræðið smjörið á pönnu og steikið kúrbítinn í 2-3 mínútur eða þar til hann mýkist aðeins.
  • Kryddið með salti og pipar eða því kryddi sem þið viljið.
  • Myljið helminginn af fetaostinum út á pönnuna.
  • Hellið eggjunum yfir og dreifið vel úr með spaða.
  • Stráið restinni af ostinum yfir ásamt hálfum tómötum.

Skref2

  • Bakið undir grilli í ofni í 5-10 mínútur eða þar til eggin eru bökuð og osturinn hefur tekið smá lit.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir