Menu
Einfaldur áramóta desert

Einfaldur áramóta desert

Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt fyrir áramótapartýið er upplagt að bjóða upp á þennan fljótlega og feikilega góða desert sem tekur enga stund að útbúa.

Innihald

6 skammtar
KEA skyr með saltkaramellu
rjómi frá Gott í matinn
vanillusykur
makkarónukökur
karamellusósa eftir smekk
sérrí eða eplasafi

Aðferð

  • Myljið makkarónukökurnar og setjið í botninn á sex glösum. Vætið kökurnar með dálitlu sérríi eða eplasafa.
  • Þeytið rjómann með vanillusykrinum. Takið dálítið frá af þeyttum rjóma til að skreyta með í lokin. Blandið loks skyrinu varlega saman við þeyttan rjóma.
  • Setjið skyrblönduna ofan á makkarónukökurnar. Skreytið með þeyttum rjóma, karamellusósu og muldum makkarónukökum. Berið fram strax eða geymið í kæli.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir