Menu
Einfaldur skyrdesert

Einfaldur skyrdesert

Mögulega einfaldasti eftirréttur fyrr og síðar - þjóðlegur og þrusugóður þegar þig langar í eitthvað einfalt og gott.

Innihald

1 skammtar
KEA skyr hreint
púðursykur
bláber
granóla eða hnetur
karamellusósa

Aðferð

  • Setjið smá púðursykur í botn á litlum glösum.
  • Hrærið ögn af púðursykri saman við hreint KEA skyr eða setjið til skiptis hreint skyr og smá púðursykur svo það verði lagskipt.
  • Toppið með bláberjum, granóla og karamellusósu.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir