Menu
Einfalt og fljótlegt hvítlauksbrauð

Einfalt og fljótlegt hvítlauksbrauð

Innihald

1 skammtar
Volgt vatn
Matarolía
Þurrger
Salt
Óreganó
Rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
Hvítlauksrif smátt skorin
Hveiti (til að byrja með, 1-2 dl bætt við eftir þörfum eftir á)

Skref1

  • Kveikið á ofninum og stillið hitann á 200 °C og blástur.

Skref2

  • Hellið vatn í skál og setjið þurrgerið saman við ásamt salti.
  • Hrærið aðeins í þessu og látið standa þar til gerið er búið að leysast upp.
  • Skerið hvítlauksrifin á meðan gerið er að leysast upp.
  • Skerið þau eins smátt og hægt er.

Skref3

  • Blandið hvítlauk, óreganó, rifinn ost og hveiti saman í sér skál og hellið því svo saman við gervatnið og hrærið vel í svo allt blandist vel saman.
  • Og já, þetta er smá klístrað - bætið 1 dl af hveiti saman við og hrærið áfram.
  • Ef deigið er enn mjög klístrað þá er meira af hveiti bætt saman við og hnoðað áfram þar til deigið er þægilegt að koma við.
  • Látið deigið hefast á hlýjum stað í 20-30 mínútur.

Skref4

  • Takið deigið úr skálinni, setjið það á hveitistráð borð og hnoðið það með léttar hendur.
  • Skiptið deigið í fjóra parta.
  • Mótið bollur, kringlur eða fléttur.
  • Leggið bökunarpappír á bökunarplötu.
  • Setjið brauðin á plötuna og látið þau hefast í 20 -30 mínútur.
  • Bakið brauðin í neðri miðjuna í 15-20 mínútur eða þar til þau eru byrjuð að verða gyllt á litinn.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal