Botn
- Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og tætið niður í duft.
- Setjið kexduftið í skál og blandið smjörinu saman við.
- Pressið í botninn á eldföstu móti eða fallegri skál og kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Fylling
- Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.
- Blandið um 1/3 af þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og síðan restinni af honum.
- Hellið fyllingunni yfir kexbotninn í mótinu, jafnið úr blöndunni og kælið í a.m.k. þrjár klukkustundir áður en þið setjið jarðarberjatoppinn yfir.
Jarðarberjatoppur
- Skerið jarðarberin niður og setjið í skál.
- Blandið sultunni varlega saman við með sleif og veltið berjunum upp úr henni þar til þau eru orðin gljáandi falleg.
- Hellið yfir ostakökuna og geymið í kæli fram að notkun.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir