Menu
Einföld ostakaka

Einföld ostakaka

Þessa ostaköku er einfalt að útbúa. Ef þið mynduð frekar vilja skipta henni niður í nokkur glös þá mætti líka alveg gera það. Hún er fersk og góð og var ekki lengi að klárast upp til agna svo það eru klárlega góð meðmæli fyrir þessa uppskrift.

Innihald

1 skammtar

Botn

Oreo kexkökur
brætt smjör

Fylling

rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar

Jarðarberjatoppur

jarðarber
jarðarberjasulta

Botn

  • Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og tætið niður í duft.
  • Setjið kexduftið í skál og blandið smjörinu saman við.
  • Pressið í botninn á eldföstu móti eða fallegri skál og kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling

  • Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.
  • Blandið um 1/3 af þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og síðan restinni af honum.
  • Hellið fyllingunni yfir kexbotninn í mótinu, jafnið úr blöndunni og kælið í a.m.k. þrjár klukkustundir áður en þið setjið jarðarberjatoppinn yfir.

Jarðarberjatoppur

  • Skerið jarðarberin niður og setjið í skál.
  • Blandið sultunni varlega saman við með sleif og veltið berjunum upp úr henni þar til þau eru orðin gljáandi falleg.
  • Hellið yfir ostakökuna og geymið í kæli fram að notkun.
Jarðarberjatoppur

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir