Skref1
- Hitið ofninn í 180 gráður og raðið muffinsformum í bökunarform.
- Blandið saman hveiti, höfrum, sykri, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og hrærið saman.
Skref2
- Í aðra skál blandið saman mjólk, eggjum, bræddu smjöri og sírópi og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Blandið hægt og rólega saman við hveitiblönduna og hrærið saman með sleif.
- Skrælið eplin og skerið þau í litla bita og blandið saman við deigið og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
Skref3
- Setjið deigið í muffinsformin og fyllið þau ca. 2/3, gott er að nota t.d. ísskeið og setja eina skeið í hvert form. Deigið passar akkúrat í 12 stk.
- Bakið í um 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur þurr upp úr miðju kökunnar.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir