Þegar ég fór að pæla hverslags bollu mig langaði að setja inn fyrir ykkur í ár, þá fór ég að pæla í einhverju hlýlegu eins og kanil og svo fór að ég ákvað að gera epla og kanil bollur og herre gud, hvað ég er ánægð með útkomuna. Krönsið er algjörlega ómissandi með þessu, brýtur upp áferðina og gerir hana öðruvísi á einfaldan hátt og þar sem ég er ekki mikil sultu kona, þá var þessi sulta sem er einfaldlega eins og soðin epli með kanil alveg dásamleg. Þið verðið allavega ekki svikin á því að prófa þessa!