Menu
Epla og kanil bollur

Epla og kanil bollur

Þegar ég fór að pæla hverslags bollu mig langaði að setja inn fyrir ykkur í ár, þá fór ég að pæla í einhverju hlýlegu eins og kanil og svo fór að ég ákvað að gera epla og kanil bollur og herre gud, hvað ég er ánægð með útkomuna. Krönsið er algjörlega ómissandi með þessu, brýtur upp áferðina og gerir hana öðruvísi á einfaldan hátt og þar sem ég er ekki mikil sultu kona, þá var þessi sulta sem er einfaldlega eins og soðin epli með kanil alveg dásamleg. Þið verðið allavega ekki svikin á því að prófa þessa! 

Innihald

15 skammtar

Vatnsdeigsbollur

vatn
smjör
hveiti
egg

Kröns

smjör
hveiti
sykur
kanill

Karamellusósa

sykur
smjör
rjómi frá Gott í matinn
salt

Fylling

epla- og kanilsulta frá St. Dalfour
rjómi frá Gott í matinn (þeyttur)

Vatnsdeigsbollur

  • Stillið ofn á 180°C.
  • Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna.
  • Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi.
  • Kælið deigið örlítið.
  • Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
  • Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna.
  • Bakið í 18-20 mínútur.
  • Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.

Kröns

  • Stillið ofninn á 180°C.
  • Blandið öllum hráefnum saman í skál og hnoðið saman með höndunum þangað til að allt er samlagað.
  • Dreifið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið inn í ofni í u.þ.b. 10 mín.
  • Myljið niður í litlar einingar og part í mylsnu.

Karamellusósa

  • Setjið sykurinn í pott og stillið á miðlungshita. Leyfið sykrinum að bráðna.
  • Ég reyni að hræra sem minnst í sykrinum til að karamellan kristallist síður.
  • Þegar sykurinn er bráðnaður, takið pottinn af hitanum og bætið smjörinu saman við og hrærið á meðan.
  • Þegar smjörið og sykurinn hafa blandast saman hellið rjómanum í mjórri bunu saman við.
  • Ef hráefnin eru köld þarf mögulega að setja pottinn aftur á helluna og leyfa karamellunni að sjóða í smá stund í viðbót eða þangað til allt er vel samblandað.
  • Bætið teskeið af salti saman við í lokin.

Samsetning

  • Skerið bollurnar í tvennt og setið matskeið af sultu í botninn á hverri bollu.
  • Næst fer rjóminn en gott er að setja rjómann í sprautupoka og sprauta hring á hverja bollu.
  • Dreifið smávegis af karamellusósu yfir rjómann og lokið síðan bollunum.
  • Dreifið karamellusósu yfir lokið og bætið krönsinu ofan á karamellusósuna á hverri bollu.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir