Menu
Eplabaka með Dala Camembert

Eplabaka með Dala Camembert

Ég rakst á þessa uppskrift á Instagram um daginn og fannst þetta virka svo gómsætt að ég hreinlega varð að prófa. Ég tók uppskriftina og aðlagaði hana að þeim hráefnum sem eru til hérlendis og útbjó eplamaukið sjálf. Það er mjög einfalt en tekur smá tíma, það má hins vegar gera það með fyrirvara og geyma í kæli. Svo er tilvalið að nota afganginn til þess að skella í bakaðan ost með eplamauki og pekanhnetum á aðventunni.

Innihald

1 skammtar

Eplabaka

smjördeigsplötur
eplamauk (sjá uppskrift til hliðar)
Dala Camembert
epli (jonagold/pink)
rósmarín, saxað
salt og pipar
smá ólífuolía
egg, pískað
beikon, stökkt
hunang

Eplamauk

epli (jonagold/pink)
epla cider
vatn
púðursykur
epla edik
kanilstangir

Eplamauk - uppskrift

  • Kjarnhreinsið eplin og skerið niður í litla bita.
  • Setjið í pott með restinni af hráefnunum, náið upp suðunni og lækkið síðan hitann í meðalháan og leyfið að malla þannig í 45 mínútur, hrærið stöku sinnum.
  • Hellið þá úr pottinum, takið kanilstangirnar uppúr og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr. Setjið næst í blandarann og maukið alveg niður.
  • Hellið maukinu þá aftur í pottinn, bætið kanilstöngunum út í að nýju, náið upp suðunni og lækkið síðan niður í meðalháan. Leyfið að malla án þess að hafa lokið á í klukkustund, hrærið mjög reglulega og slökkvið síðan á hellunni eftir þann tíma og leyfið blöndunni aðeins að kólna niður áður en þið færið hana yfir í box/krukkur.

Eplabaka - uppskrift

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Raðið smjördeigsplötunum saman á bökunarpappír (t.d. frá Findus, afþýddar yfir nótt í ísskáp). Fletjið þær örlítið út til að þynna þær og festa þær betur saman.
  • Smyrjið næst eplamaukinu yfir deigið, skiljið eftir 2-3 cm kant samt með engu mauki sem þið brjótið inn síðar.
  • Skerið eplið í þunnar sneiðar og Camembert líka, raðið yfir deigið á víxl.
  • Kryddið eftir smekk, setjið smá ólífuolíu yfir allt og brettið kantana síðan inn, aðeins yfir eplin og ostinn.
  • Penslið kantinn með pískuðu eggi og bakið í 25 mínútur.
  • Skerið á meðan stökkt beikon niður í bita og dreifið yfir bökuna þegar hún kemur úr ofninum ásamt því að setja á hana hunang.
Eplabaka - uppskrift

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir