Menu
Eplakaka frá Toskana

Eplakaka frá Toskana

Skemmtilega öðruvísi form á eplaköku þar sem notaðar eru brauðsneiðar á móti deigblöndu. Það er allt í lagi að baka þessa köku í öðru en springformi, t.d. eldföstu móti, og bera hana þannig fram. 

Innihald

1 skammtar
þykkar sneiðar af hvítum brauðhleif, skorpan rifin af (8-10 stk)
mjólk
egg
flórsykur
hveiti
vanilludropar
brætt smjör
rjómi frá Gott í matinn
meðalstórt, í þykkum sneiðum

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Smyrjið springform, 24 cm, eða klippið í það bökunarpappír.
  • Raðið brauði í grunna skál og hellið mjólk yfir.
  • Látið standa í 20 mínútur eða þar til brauðið er blautt í gegn.

Skref2

  • Hrærið egg, sykur, hveiti, vanilludropa og smjör í létt deig og hellið rjóma varlega saman við.

Skref3

  • Kreistið mjólkina úr brauðinu og þrýstið því létt í botninn á springforminu.
  • Raðið eplasneiðum ofan á brauðið, hellið deigblöndunni yfir, látið standa í 10 mínútur áður en formið er sett í ofn.
  • Bakið í 50 mínútur eða þar til kakan er gullin og enn vel blaut.

Skref4

  • Kælið hana aðeins í forminu og stráið smá flórsykri yfir.
  • Berið fram með þeyttum rjóma.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir