Menu
Eplakaka með stökkum toppi

Eplakaka með stökkum toppi

Hér er á ferðinni alvöru eplakaka með öllu. Nóg af eplum, kanil, dúnmjúkum botni og stökkum toppi. Dásamleg volg með vanilluís eða þeyttum rjóma en líka bara mjög góð við stofuhita daginn eftir.

Innihald

1 skammtar
epli, flysjuð og skorin í bita
hveiti
sykur
kanill
smjör
sykur
egg
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
hveiti
lyftiduft
matarsódi
salt

Toppur

brætt smjör
sykur
hveiti
kanill
salt á hnífsoddi

Skref1

  • Hitið ofn í 170°C með blæstri.
  • Byrjið á að flysja eplin og skera þau í teninga.
  • Setjið eplin í skál og blandið saman við þau 1 msk. hveiti, 1 msk. sykri og 2 tsk. kanil.

Skref2

  • Þeytið saman í annarri skál, 150 g smjöri, 250 g sykri þar til létt og ljós.
  • Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
  • Bætið sýrða rjómanum út í og blandið vel saman.

Skref3

  • Pískið eða sigtið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt og bætið út í smjör og eggjablönduna.
  • Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið bara þar til allt er rétt komið saman.
  • Setjið deigið í smurt bökunarform með bökunarpappír í botninum.
  • Dreifið eplabitunum jafnt yfir allt deigið og þrýstið þeim aðeins ofan í deigið.

Skref4

  • Hrærið saman í skál með gaffli, brædda smjörinu, sykri, hveiti og smá salti þar til mylsna myndast og dreifið þessu yfir kökuna. Gott að hafa bæði stóra klumpa og mylsnu.
  • Setjið neðarlega í ofn og bakið í u.þ.b 50 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp (gott að athuga eftir 45 mínútur).

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir