Menu
Eplakaka með vanillukremi

Eplakaka með vanillukremi

Fljótleg og svakalega góð kaka til að bjóða upp á í sunnudagskaffinu eða eftir sunnudagssteikina, eða bara vegna þess að það er miðvikudagur! Vanillukremið er svo enga stund að hræra í og bera fram með enda fullkominn félagi eplakökunnar.

Innihald

1 skammtar

Eplablanda:

epli (3-4 fer eftir stærð)
sykur
kanill

Kaka:

smjör, mjúkt
sykur
egg
mjólk (gott að hafa nýmjólk)
hveiti
vanillusykur eða vanilludropar
lyftiduft
kardimommu kjarnar, muldir (15-16 stk - um 2-3 tsk.)

Vanillukrem:

eggjarauður
sykur
vanillusykur eða 1 vanillustöng
þeyttur rjómi frá Gott í matinn

Eplakaka

  • Ofnhiti: 175 °C
  • Takið til ofnskúffuform (25 x 30 cm) og setjið í það bökunarpappír eða smyrjið það með feiti og dustið með t.d. hveiti eða kókos. Takið hýðið af eplunum og skerið þau í nokkuð þunna báta. Blandið sykri og kanil saman í skál og veltið eplasneiðunum upp úr blöndunni.
  • Þeytið smjöri og sykri saman þar til það er orðið mjög ljóst og létt og sykurinn búinn að blandast vel saman við smjörið.
  • Bætið eggjunum saman við, einu í einu (mér finnst best ef eggin eru við stofuhita) og þeytið vel á milli. Hellið mjólk ásamt vanilludropum/sykri út í og blandið saman.
  • Blandið saman hveiti og lyftidufti og hrærið varlega saman við. Hellið deiginu í formið. Raðið eplabitunum yfir deigið með því að þrýsta þeim létt ofan í. Þeir sökkva ofan í kökuna þegar hún bakast. Það er mjög gott að strá ögn af kanilsykri yfir kökuna áður en hún bakast.
  • Bakið kökuna neðarlega í ofninum í 25 -35 mínútur.
  • Látið kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin í bita. Berið hana fram með vanillurjómakremi. Kakan er líka mjög góð daginn eftir að hún er bökuð.

Vanillukrem

  • Þeytið saman eggjarauðum, sykri og vanillu þar til blandan er mjög létt, ljós og loftmikil.
  • Þeytið rjóma. Gott er að hafa hann frekar léttþeyttan.
  • Blandið eggjablöndunni saman við rjómann og berið fram með volgri eplakökunni. Vanillukremið geymist vel fram á næsta dag.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal