Íslendingar eru sólgnir í alls kyns dýfur með snakkinu sínu en það hefur sýnt sig með eðlu æðinu sem hefur lifað núna í mörg ár. Hér kemur aftur á móti dýfa sem er algjör andstæða eðlunnar. Hún er fersk, holl og ótrúlega bragðgóð. Hægt er að skella í hana á mettíma og bera fram við alls kyns tilefni, t.d. hrekkjavöku.
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn | |
salsa sósa (eða hálf krukka) | |
gúrka | |
laukur | |
tómatar | |
paprika | |
chili og kóríander eftir smekk | |
rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn (50-100 g) | |
litlir kokteil tómatar |
Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir