Menu
Ferskjuterta með frábæru kremi

Ferskjuterta með frábæru kremi

Mig langaði að gera köku sem er svipuð og perutertan en með aðeins öðru tvisti og úr varð þessi dásamlega terta með súkkulaði- og karamellukremi. Ég finn að kynslóð foreldra minna elskar rjóma og þessar klassísku rjómatertur með niðursoðnum ávöxtum og langaði mig að baka meir í þeim dúr, minni sykur en svo góðar tertur!

Innihald

1 skammtar

Botnar

egg (200 g)
sykur
hveiti
kartöflumjöl
salt
matarsódi

Krem

rjómakúlur frá Nóa Síríus
rjómi frá Gott í matinn
eggjarauður
flórsykur

niðursoðnar ferskjur

Svampbotnar

  • Stillið ofn á 200°C.
  • Þeytið saman egg og sykur.
  • Bætið við hveiti og kartöflumjöli, salti og matarsóda.
  • Spreyið tvö form í stærðinni 20-24 cm og deilið deiginu í formin.
  • Bakið í 10 mín. og leyfið að kólna.

Krem

  • Setjið rjómakúlurnar og 100 ml af rjóma saman í pott á miðlungshita.
  • Hitið þangað að kúlurnar hafa bráðnað og færið í skál svo blandan kólni hraðar.
  • Þeytið saman eggjarauður og flórsykur í 2-3 mín.
  • Bætið súkkulaði karamellunni saman við, helst í mjórri bunu, meðan hrært er.
  • Þeytið 400 ml af rjóma og blandið varlega saman við súkkulaði karamellu blönduna.

Samsetning

  • Skerið ferskjurnar niður í bita.
  • Takið svampbotnana úr formunum og leggið annan botninn á disk.
  • Notið vökvann af ferskjunum og bleytið vel upp í botninum, best er að nota matskeið í verkið.
  • Dreifið þá ferskjunum yfir botninn og krem þar yfir.
  • Bleytið upp í seinni botninum áður en hann er settur ofan á kremið og setjið síðan gott lag af kremi ofan á og á hliðarnar.
  • Tilvalið er að skreyta tertuna með súkkulaðieggjum ef þið eruð gera hana á páskunum eða með hverju því sem ykkur dettur í hug. Eins má raða ferskjusneiðum ofan á tertuna eða leyfa henni að njóta sín eins og hún er.
Samsetning

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir