Fiskibaka
- Hitið ofn í 200 gráður.
- Skerið fiskinn í litla bita og dreifið úr honum í mót sem má fara inn í ofn.
- Dreifið úr eggjunum yfir fiskinn.
- Hellið sósunni yfir fiskinn og dreifið vel úr henni, hvort sem þið notið þá heitu eða köldu.
- Kartöflustappan eða stöppuðu kartöflurnar fara yfir allt saman og loks rifinn ostur.
- Hitað í ofni í 40-45 mínútur og borið fram með salati, brauði, bökuðum baunum eða hverju sem þið viljið.
Hvít sósa I
- Allt hráefnið hrært saman.
- Ferskt spínatið er hrært saman við sósuna.
Hvít sósa II
- Bræðið smjör í potti á miðlungshita.
- Hrærið hveiti saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrærið í á meðan eða þar til smjörbollan fer að fá á sig pínu gullinn blæ.
- Hellið mjólk saman við í smá skömmtum og hrærið sósuna til þar til úr verður kekkjalaus jafningur. Látið hana malla í nokkrar mínútur á vægum hita.
- Hrærið ost saman við sósuna, látið hann bráðna saman við. Smakkið til með salti og pipar.
- Hrærið spínat saman við og blandið vel. Spínatið má fara ferskt og saxað út í sósuna.
- Athugið að í sósuna má fara ýmislegt annað grænmeti, eins og t.d. frosnar grænar baunir.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir