Menu
Fiskur í ofni með rjómasósu

Fiskur í ofni með rjómasósu

Hér er á ferðinni dásamlegur fiskréttur sem er í senn einfaldur og bragðgóður. Hann sló í gegn hjá allri fjölskyldunni og er sannarlega lúxusútgáfa af hversdagsfiski. Á meðan fatið fer í ofninn er gott að sjóða grjón og leggja á borðið. Rétturinn dugar fyrir 4-6 manns.

Innihald

4 skammtar
þorskur
rauð paprika
blauðlaukur
Mexíkóostur
rjómi frá Gott í matinn
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
salt og pipar
ólífuolía til steikingar

Skref1

  • Hitið ofninn í 190°C.
  • Skerið fiskinn niður og raðið í eldfast mót

Skref2

  • Skerið papriku og blaðlauk niður, steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
  • Hellið þá rjómanum yfir grænmetið og rífið mexíkóostinn, hrærið og hitið saman þar til osturinn er bráðinn.

Skref3

  • Hellið rjómasósunni yfir fiskinn í fatinu og setjið vel af rifnum pizzaosti yfir allt saman.
  • Eldið í 25 mínútur í ofninum.
  • Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir