Hér sameinast tvennt sem gerir góðan pastarétt. Annars vegar vel matreitt brokkolí og hins vegar ostasósa. Þessi pastaréttur getur vel hentað öllum aldurshópum og er hugsaður sem slíkur.
Gott ráð: Það er alltaf sniðugt að geyma smá pastasoð þegar verið er að elda pasta sem fær á sig sósu af ýmsu tagi. Ef sósan er ekki næg og rétturinn of þurr, þá bjargar soðið alltaf málunum. Eins er gott að hella soði saman við afgang, ef einhver er, og blanda vel því þá verður maturinn betri daginn eftir þegar á að hita hann upp.
spagettí | |
brokkolíhaus, meðalstór | |
hvítlauksrif, smátt söxuð | |
ólífuolía | |
chili flögur, má sleppa | |
vatn | |
sítróna, safinn | |
rifinn Goðdala Feykir | |
salt og svartur pipar |
smjör | |
rjómi frá Gott í matinn | |
Óðals sterkur Gouda, rifinn | |
pastasoð | |
salt og svartur pipar |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir