Menu
Fljótleg ostakaka með hvítu súkkulaði og bláberjum

Fljótleg ostakaka með hvítu súkkulaði og bláberjum

Uppskrift fyrir sex.

Innihald

1 skammtar
rjómaostur frá Gott í matinn
peli rjómi frá gott í matinn (250 ml)
hvítt súkkulaði
Digestive kex
blöð gelatín
haframjöl
smjör
hunang
bláberjasulta
fersk bláber

Skref1

  • Bræðið fyrst súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Skref 1

Skref2

  • Bætið pela af rjóma saman við bráðið súkkulaðið.
Skref 2

Skref3

  • Setjið 3 gelatínblöð saman við heitan rjómann og bráðið súkkulaðið.
Skref 3

Skref4

  • Setjið rjómaostinn í skál og þeytið þar til hann verður mjúkur.
Skref 4

Skref5

  • Þá fer súkkulaðirjóminn saman við rjómaostinn og blandað vel saman.
  • Látið svo skálina inn í ísskáp til að kólna.
Skref 5

Skref6

  • Kexið sett í matvinnsluvél og hrært saman við haframjölið.
  • Bætið bráðnu smjöri saman við kexmulninginn og svo hunangi.
  • Látið standa í nokkrar mínútur.
Skref 6

Skref7

  • Setjið kexblönduna í skálar.
  • Tyllið matskeið af bláberjasultunni ofan á kexblönduna.
  • Þekið kexið og sultuna með súkkulaðiblöndunni.
  • Setjið skálarnar í ísskápinn.
Skref 7

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson