Menu
Fljótlegar bollakökur með lúxus súkkulaðikremi

Fljótlegar bollakökur með lúxus súkkulaðikremi

Bollkökurnar er glettilega fljótlegt að útbúa en bera með sér lúxusyfirbragð. Það er mjög fallegt og gott að skreyta bollakökurnar með jarðarberi áður en þær eru bornar fram.

Þessi uppskrift dugar í 18-20 bollakökur.

Innihald

1 skammtar
kakóduft
hveiti eða fínmalað spelt
sykur
matarsódi
lyftiduft
salt
egg
heitt vatn
súrmjólk, ab mjólk eða hrein jógúrt frá Gott í matinn
bragðlítil matarolía
vanilluextract

Lúxus súkkulaðikrem:

dökkt súkkulaði
mjúkt smjör
flórsykur
vanilluextract
mjólk (1-2 msk.)

Skref1

  • Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður.

Skref2

  • Hrærið öllum þurrefnunum saman með písk.
  • Bætið restinni út í og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Gætið þess þó að hræra ekki of lengi.
  • Skiptið deiginu í 18-20 pappírsklædd bollakökuform og bakið í 20 mínútur.
  • Kælið.

Skref3

  • Bræðið súkkulaðið við afar vægan hita í potti, yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  • Þeytið mjúkt smjörið þar til ljóst og létt, bætið flórsykri og vanillu saman við og þeytið vel saman, 2-3 mínútur.
  • Hellið kældu bræddu súkkulaðinu saman við og þeytið saman þar til vel samlagað.
  • Bætið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt, 1-2 msk. eftir smekk.
  • Setjið í sprautupoka og sprautið á kældar kökurnar eða smyrjið á með hníf.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir