Menu
Florentine egg með Óðals Tindi - Ketó

Florentine egg með Óðals Tindi - Ketó

Eggs Florentine er réttur sem kemur upprunalega frá Frakklandi en frakkar nota Florentine orðið um alla þá rétti sem innihalda spínat.

Munurinn á Eggs Benedict og Eggs Florentine er s.s. aðallega skinkan í Eggs Benedict og Hollandaise sósan en í Egg Florentine er hefðin að nota ostasósu eða Mornay sósu.

Hér er ekki notast við hveiti eða mjólk í sósuna því þá væri hún ekki lágkolvetna. Hins vegar inniheldur hún nóg af osti ásamt slettu af rjóma.

Innihald

2 skammtar
Egg
Edik
Salt

Sósa:

Rifinn Óðalsostur
Rjómi frá Gott í matinn
Salt og pipar
Laukduft
Graslaukur

Spínatblanda:

Stór spínatpoki
Gulur laukur
Hvítlauksrif
Olía
Salt og pipar

KETO brauð:

Sólblómamjöl frá Funksjonell
Egg
Husk
Kókosolía eða MCT
Laukduft
Nokkur saltkorn
Vatn eftir þörfum

Spínat

  • Best er að byrja á að steikja spínatið.
  • Steikið upp úr olíunni gulan lauk og bætið svo hvítlauknum saman við.
  • Setjið einn poka af spínati pönnuna og látið sjóða niður og steikjast í lauknum.

KETO brauð

  • Ef við þið viljið brauð undir eggin þá er fljótlegt að skella deiginu í örbylgjuofninn á meðan þið sjóðið eggin.
  • Hrærið innihaldinu saman í brauðið, uppskrift hér að ofan og setjið í örbylgjuvænt form.
  • Bakið í 90 sekúndur.
  • Gott að láta kólna og skera síðan í tvo helminga og rista.

Hleypt egg

  • Hitið nú vatn í potti fyrir eggin, setjið salt út í ásamt ediki og látið byrja að krauma.
  • Brjótið egg í litlar skálar og hellið varlega út í pottinn, ágætt að nota frekar grunnan pott með ca 5 cm vatnshæð.
  • Látið eggin sjóða í ca 4 mín, veiðið þá upp á látið á eldhúsbréf.

Ostasósa

  • Setjið rjóma í pott.
  • Bætið rifnum osti saman við ásamt kryddum.
  • Hrærið þar til þykk og góð sósa er tilbúin í eggjafjörið.

Samsetning

  • Nú má annaðhvort bera spínatið beint fram á brauði eða setja í form og eggin þar ofan á, rifinn ost og skella undir grill í ofni í nokkrar mín.
  • Hellið sósunni svo yfir þegar borið er fram og skreytið með graslauk.
  • Sama saga ef notað er brauð, þá er spínati komið fyrir á sneiðinni, egginu þar ofan á og sósa yfir allt.
Samsetning

Höfundur: María Krista Hreiðarsdóttir