Skref1
- Hitið ofninn í 190°C.
- Saxið möndlurnar þannig að bitarnir séu bæði litlir og stórir.
- Bræðið smjörið og sykurinn saman í þykkbotna potti.
- Stráið hveitinu yfir og hrærið.
- Hrærið rjómann saman við og látið malla í nokkrar mínútur þar til sósan þykknar.
- Takið pottinn af hitanum og blandið möndlum, berki og kirsuberjum saman við.
Skref2
- Breiðið smjörpappír á bökunarplötur og setjið deigið á plöturnar með teskeið.
- Hafið gott bil á milli, kökurnar renna út.
- Bakið ofarlega í ofninum í 10–12 mínútur eða þar til kökurnar byrja að brúnast aðeins á köntunum.
- Takið þær þá úr ofninum og látið þær kólna á plötunni þar til þær eru það stífar að hægt sé að taka þær af.
Skref3
- Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, hvorn lit fyrir sig ef bæði er notað ljóst og dökkt súkkulaði.
- Penslið neðri hliðina á kökunum með bræddu súkkulaði og látið súkkulaðihliðina snúa upp á meðan súkkulaðið harðnar.
- Ef þið viljið má renna gaffli í gegnum súkkulaðið til þess að búa til rendur í það.
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir