Heimagerðar focaccia samlokur með burrata osti & öllu uppáhalds álegginu mínu
Focaccia samlokur í allskonar útgáfum hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum síðastliðin misseri. Það skal engan undra því þvílíkt lostæti sem slíkar samlokur eru. Persónulega finnst mér best að gera sem mest frá grunni í eldamennskunni og því lá auðvitað beinast við að gera brauðið alveg frá grunni. Það er mjög auðvelt að baka focaccia brauð og lítil vinna sem liggur þar að baki, eina sem þarf er í raun tími og því er ágætt að hafa smá fyrirvara á bakstrinum. Eftirleikurinn er síðan minna en ekkert mál!
Það er hægt að nota í raun hvaða álegg sem er á milli en ég vel yfirleitt það sama. Þá smyr ég brauðið með grænu pestói, raða svo í einhverri röð hráskinku, tómötum, klettasalati og toppurinn er svo auðvitað burrata osturinn sem verður alltaf að vera með!
vatn, hitað í 37°C | |
hunang | |
þurrger | |
hveiti | |
himalaya salt | |
• | kaldpressuð ólífuolía |
Feykir ostur, rifinn | |
• | ferskt rósmarín |
• | sjávarsalt |
• | grænt pestó |
• | mozzarellakúlur |
• | íslenskur burrata ostur |
• | tómatsneiðar |
• | hráskinka |
• | þurrkað salami með trufflum |
• | klettasalat |
• | ólífuolía |
• | sjávarsalt |
• | Feykir ostur, rifinn |
• | fersk basilíka |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal