Menu
Foccacia brauð

Foccacia brauð

Það er alltaf gaman að prófa sig áfram í brauðbakstri og Foccacia brauð er með því einfaldara sem hægt er að baka. Brauðið hentar frábærlega með alls kyns ostaídýfum, t.d. ofnbökuðum ostarétti með spínati og þistilhjörtum.

Innihald

1 skammtar
volgt vatn
þurrger
sykur
ólífuolía
hveiti eins og þurfa þykir, eða um 7 dl
ólífuolía
sjávarsalt eftir smekk

Skref1

  • Leysið gerið upp í vatninu.
  • Setjið 3 msk. af olíu og sykurinn saman við. Hrærið.

Skref2

  • Bætið hveiti út í smátt og smátt ásamt salti.
  • Hættið að bæta hveiti út í þegar deigið er ekki lengur klístrað og blautt.
  • Hnoðið stutta stund og setjið deigið í olíuborna skál.
  • Breiðið klút yfir og látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma.

Skref3

  • Hnoðið deigið aðeins niður og mótið með höndunum brauðhleif sem er um 35 x 25 cm að stærð.
  • Leggið á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  • Búið til holur í brauðið með fingrunum og hellið 2 msk. af ólífuolíu ofan í þær.
  • Sáldrið sjávarsalti yfir.
  • Látið hefast í 20 mínútur.
  • Bakið í 15 mínútur við 200°.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir