Menu
Formkökur með sítrónukremi - Ketó

Formkökur með sítrónukremi - Ketó

Ótrúlegt en satt, þá eru þessar dásamlegu formkökur Ketó vænar.

Innihald

5 skammtar

Formkökur:

sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
smjör
stór egg
möndlumjöl
sæta, t.d. Good good
kókoshveiti
lyftiduft
xanthan gum
vanilludropar
Saltklípa
sítrónusafi
sítrónubörkur, rifinn
kurlaðar makademíuhnetur, má sleppa

Glassúr:

fínmöluð sæta
sítrónusafi

Aðferð

  • Hægt er að setja allt innihaldið í kökurnar í kröftugan blandara. Það má líka nota hrærivél og þeyta öllu innihaldinu vel saman.
  • Dreifið deiginu í vel smurð form.
  • Ef þið viljið nota hneturnar ofan á þá má dreifa þeim á hverja köku fyrir sig.
  • Bakið við 170° með blæstri í um 25 mínútur.
  • Leyfið kökunum að kólna aðeins áður en þær eru teknar úr forminu.
  • Hrærið saman í glassúrinn og dreifið jafnt á kökurnar.
Aðferð

Höfundur: María Krista Hreiðarsdóttir