Sigtið ananassafann frá ananassneiðunum og setjið til hliðar.
Hitið því næst vatn í stórum potti og setjið annan minni ofan í.
Hellið tæplega helmingnum af ananassafanum út í minni pottinn og bræðið matarlímsblöðin í safanum (eitt í einu) og hrærið í á meðan.
Látið kólna aðeins (ekki of mikið því þá harnar límið aftur).
Skref2
Hrærið egg og sykur þar til blandan er létt og ljós.
Þeytið 500 ml af rjóma (frekar minna en meira) og hrærið því næst skyrinu saman við rjóman með sleif. Næst er þessu bætt út í eggjablönduna ásamt ananassafanum (ekki þessum með matarlíminu) og hrært rólega saman í hrærivélinni.
Skref3
Í lokin er ananassafanum með matarlíminu bætt út í. Passið að matarlímið fari ekki sjóðheitt út í, heldur vel volgt. Það má ekki vera farið að stífna.
Hrærið aðeins meira og hellið í skálar.
Setjið inn í ísskáp í um 3-4 klst. eða þar til skyrfrómasinn er farinn að stífna.