Menu
Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa

Galdurinn að baki góðri lauksúpu er fyrst og fremst að hafa næga þolinmæði til að láta laukinn malla hægt og rólega þannig að hann verði sætur, mjúkur og gullinbrúnn. Hljómar vel ekki satt?

Eftirleikurinn er svo tiltölulega einfaldur og um að gera að smakka sig áfram þar til súpan er akkúrat eins og þið viljið hafa hana. Þannig verður matur auðvitað bestur. Ég skora á ykkur að prófa ljúffengan Ísbúa ost yfir súpuna. Hann er að mínu mati einn besti íslenski osturinn til að bræða, ótrúlega bragðmikill og svo góður! Súpan er svo borin fram rjúkandi heit með góðu rauðvínsglasi við kertaljós. Bullandi rómantík!

Innihald

1 skammtar
laukur, skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar
smjör
lárviðarlauf
ferskt timjan (2-3 greinar) eða 2 tsk. þurrkað timjan
tómatpúrra
hveiti
hvítvín
kjötsoð (1,5-2 l) t.d. vatn og nautakraftur eða teningar
salt og pipar
koníak (2-3 msk., má sleppa en virkilega gott og sparilegt)
Súrdeigsbrauð, skorið í sneiðar
Óðals Ísbúi, rifnn

Skref1

  • Byrjið á að skera laukinn í sneiðar og bræða smjörið í stórum potti við meðalhita.
  • Steikið laukinn í smjörinu og bætið timijan og lárviðarlaufum út í.
  • Kryddið með smá salti og pipar.
  • Steikið þetta við lágan-meðalhita í um 20-30 mínútur eða þar til laukurinn hefur minnkað um helming og er orðinn fallega brúnn og karamelliseraður.
  • Bætið þá tómatpúrru og 2 msk. af hveiti saman við og steikið í um 5 mínútur.
  • Hellið hvítvíninu og soðinu saman við og hrærið vel í á meðan suðan er að koma upp.
  • Leyfið að malla í a.m.k. 30 mínútur og smakkið til með salti og pipar og ef til vill örlitlu koníaki.

Skref2

  • Takið lárviðarlaufin upp úr.
  • Hitið grillið í ofninum á hæsta styrk.
  • Setjið súpuna í skálar og dreifið brauðteningunum yfir og vel af rifnum osti.
  • Bakið undir grillinu þar til osturinn er bráðnaður og aðeins farinn að dökkna.
  • Það má líka elda súpuna í eldföstum potti, dreifa brauðinu og ostinum beint yfir súpuna í pottinum og setja hann svo undir grillið.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir