Menu
Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka

Virkilega góð súkkulaðikaka í áramótabúningi.

Innihald

1 skammtar

Botn:

dökkt súkkulaði
rjómasúkkulaði
sykur
egg - aðskilin
hveiti
Salt á hnífsoddi
vanilludropar

Súkkulaði Ganache:

rjómasúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Skreyting:

Hvítt marsípan/ sykurmassi

Skref1

  • Smjör og súkkulaði brætt í skál yfir vantsbaði.
  • Hrært stöðugt í þar til allt er bráðið.

Skref2

  • Skálin er tekin af hitanum og sykrinum er blandað saman við ásamt eggjarauðunum og vanilludropum.

Skref3

  • Eggjahvíturnar eru þeyttar ásamt salti og síðan blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna.

Skref4

  • Hveitinu er síðan blandað saman við að lokum.

Skref5

  • Deigið er sett í smurt mót. Mjög gott að nota smelluform, smyrja það og setja bökunarpappír í botninn.
  • Kakan er bökuð við 180°C hita (yfir og undirhita) í um 30 mínútur (fer eftir ofninum).
  • Kakan er tekin út úr ofninum og hvolft á plötu þakta bökunarpappír eða þann kökudisk sem á að nota og henni leyft að kólna.

Skref6

  • Súkkulaði og rjómi eru hitað þar til allt hefur samlagast, hrært vel í og síðan hellt yfir kökuna.
  • Kakan er skreytt með tölustöfum sem gerðir eru úr marsípani, einnig hægt að nota sykurmassa. Tölustafirnir eru gerðir með sérstökum tölustafamótum.
  • Kemur mjög vel út að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir