Frönsk súkkulaðikaka
- Hitið ofn í 160° með blæstri – 180° án blásturs.
- Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita. Takið af hitanum og látið aðeins kólna.
- Þeytið saman egg, púðursykur og vanillu þar til blandan verður þykk, ljós og létt.
- Pískið hveitið og kakóið saman í skál og hellið saman við eggjablönduna og blandið saman á hægum hraða.
- Hellið súkkulaðinu saman við deigið og blandið vel en varlega saman.
- Hellið deiginu í smjörpappírsklætt lausbotna bökunarform (um 22-24 cm, gott að nota smelluform) og bakið í um það bil 35-40 mínútur. Fylgist vel með kökunni. Hún á að vera dálítið blaut í miðjunni. Takið kökuna út og látið ná stofuhita eða kælið alveg áður en karamellan er sett yfir.
Saltkaramelluhjúpur
- Hitið rjóma og smjör við vægan hita þar til smjörið bráðnar, setjið til hliðar.
- Setjið sykur og vatn í hreinan pott og hleypið suðunni upp við meðalháan hita – án þess að hræra. Látið sykurvatnið sjóða í 7-10 mínútur – án þess að hræra, þar til það nær 180 gráðum. Takið þá strax af hitanum og hellið rjómanum og smjörinu saman við og hrærið. ATH ef þið eigið ekki hitamæli til að mæla sykur sjóðið þá sykurblönduna þar til hún er fallega gullinbrún, dálítið dökk. Alls ekki stíga frá pottinum, þetta þarf að vakta allan tímann svo brenni ekki.
- Setjið aftur á meðalhita og látið malla í 3-5 mínútur eða þar til blandan þykknar aðeins. Hrærið á meðan.
- Takið karamelluna af hitanum og bætið sjávarsalti saman við. Látið karamelluna ná stofuhita.
- Takið kælda kökuna og losið úr forminu, setjið á disk og setjið smelluhringinn aftur utan um kökuna á diskinum sem þið berið kökuna fram á. Hellið karamellunni yfir kökuna og látið kólna í ísskáp í amk 2 klst. áður en skorin. Stráið örlitlu sjávarsalti yfir karamelluna og berið fram eina og sér eða með þeyttum rjóma.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir