Menu
Frönsk súkkulaðikaka með vanillufyllingu

Frönsk súkkulaðikaka með vanillufyllingu

Einföld kaka sem er alveg eins og konfektmoli. Súkkulaði, vanilla og smjör og ekkert of mikið af sykri sem gerir kökuna mjög ánægjulega. Kakan verður þá ekki dýsæt og fá hráefnin sem í henni eru að njóta sín algjörlega.

Innihald

1 skammtar

Kökubotn

smjör, brætt
suðusúkkulaði
kakóduft
egg
sykur
örlítið salt
hveiti

Vanillukrem

eggjarauður
rjómi frá Gott í matinn
sykur
vanillusykur
smjör

Súkkulaðiganache

suðusúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Botninn

  • Bræðið smjörið, takið það af hitanum og setjið súkkulaðiplötuna í smjörið. Látið hana bráðna og bætið við kakóduftinu. Blandið saman.
  • Þeytið egg og sykur. Hellið smjör- og súkkulaðiblöndunni saman við eggjaþeytinginn og hrærið varlega þannig að blandist vel.
  • Síðast er hveiti og salt hrært saman við.
  • Hellið deiginu í form og bakið neðarlega í ofninum.
  • Kælið kökuna vel (í frysti) áður en hún er skorin í tvennt. Ekki búast við því að botninn verði eitthvað svakalega hár, en það er samt sem áður alveg hægt að skera hann í tvennt.
Botninn

Vanillukrem

  • Setjið eggjarauður, rjóma, sykur og vanillusykur í pott. Látið suðuna koma upp og hrærið stöðugt í á meðan. Fylgist mjög vel með.
  • Þegar blandan hefur þykknað þónokkuð er potturinn tekinn af hitanum og smjörið sett út í og því hrært saman við. Setjið í kæli og látið þykkna aðeins meira.

Súkkulaðiganache

  • Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og hrærið svo rjómann saman við.
  • Látið kólna.

Samsetning

  • Skerið botninn í tvennt.
  • Smyrjið vanillukremi yfir botnana og setjið þá saman.
  • Hellið súkkulaðiganache-inu yfir kökuna og dreifið fallega yfir hana.
  • Skreytið með jarðarberjum, myntulaufum, hindberjum, bláberjum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.
Samsetning

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal