Menu
Frönsk súkkulaðimús

Frönsk súkkulaðimús

Frakkar kunna svo sannarlega að gera alvöru súkkulaði eftirrétti. Ótrúlega ljúffeng og sannarlega sparileg súkkulaðimús með miklu súkkulaðibragði. Þessa er nauðsynlegt að bera fram með nóg af þeyttum rjóma!

Innihald

1 skammtar
dökkt súkkulaði (t.d. 56%)
ósaltað smjör
gott sjávarsalt
eggjarauður
eggjahvítur
sykur

Skref1

  • Bræðið súkkulaðið, smjörið og saltið saman við vægan hita.
  • Kælið aðeins og hrærið eggjarauðunum svo saman við.

Skref2

  • Þeytið eggjahvíturnar ásamt sykrinum þar til stífþeytt.
  • Bætið ¼ af þeyttu eggjahvítunum saman við súkkulaðiðblönduna og pískið vel saman við.
  • Bætið svo restinni af eggjahvítunum út í og hrærið varlega saman við súkkulaðið með sleikju.

Skref3

  • Setjið í lítil glös eða eina stóra skál og kælið í a.m.k. 2 klst.
  • Berið músina fram með þeyttum rjóma og skreytið t.d. með litlum súkkulaðieggjum eða berjum og rifnu súkkulaði.
  • Njótið!
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir